Kynningarviðburður fyrir fræðimenn og almenning í Sögu

Boðið var til opinnar kynningar á helstu áherslum rannsóknarverkefnisins Fókus á fjölskyldur í réttlátum umskiptum þann 9. október í nýuppgerðu húsnæði Sögu við Hagatorg. Farið var yfir helstu áherslur og framkvæmd verkefnisins, en í rannsókninni er fléttað saman úrvinnslu á viðtölum við íslenskar fjölskyldur og rannsókn á birtingarmyndum fjölskyldna og umhverfisaðgerða í bókmenntum og kvikmyndum.

Markmið rannsóknarinnar er að kanna hvernig réttlát umskipti geta orðið að veruleika í daglegu lífi fólks og hvernig hugmyndir um fjölskyldu, samfélag og náttúru birtast bæði í menningu og reynslu fólks um land allt. Áhersla er lögð á náið samstarf rannsakenda, fjölskyldna og stefnumótandi aðila og var kynningarfundurinn fyrsti liður í opnu samtali við almenning.

Verkefnisstjórar fóru yfir helstu áherslur, kynntu vefsíðu verkefnisins og svöruðu spurningum, en þau eru Auður Aðalsteinsdóttir, forstöðumaður Rannsóknaseturs HÍ í Þingeyjarsveit, Auður Magndís Auðardóttir, dósent á menntavísindasviði HÍ, og Utsa Mukherjee, dósent í menntavísindum við Brunel háskóla. Angela Snæfellsjökuls Rawlings, nýdoktor í menningarfræðum, og Rannveig Ágústa Guðjónsdóttir, nýdoktor í uppeldis- og menntunarfræði kynntu einnig rannsóknaráætlanir sínar.

Þú gætir haft áhuga á . . .

Opinn fundur með The Climate Crisis and Affect netverkinu

Í júní síðastliðnum hittu Utsa Mukherjee, Auður Magndís og Rannveig meðlimi í netverkinu Climate Crisis and Affect á opnum fundi. Fundurinn tengdi saman verkefnið Centring

Rannsaka hlutverk fjölskyldna í loftslagsaðgerðum

Fræðimenn við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, Rannsóknasetur HÍ í Þingeyjarsveit og Brunel-háskóla í London hlutu á dögunum 50 milljóna króna styrk frá Bresku akademíunni til rannsókna